Skilmálar < Origo

Til viðskiptavina

Þessir skilmálar gilda um öll viðskipti Origo við viðskiptavini félagsins, nema um annað sé samið sérstaklega. Almennu skilmálarnir, ásamt sérskilmálum, sérsamningi og eftir atvikum samningsviðaukum fyrir hvern viðskiptavin, fela að jafnaði í sér heildarsamning aðilanna um viðskiptin. Ósk um að stofna til viðskipta við Origo geta viðskiptavinir beint til félagsins munnlega (þ.á.m. í síma) eða með tölvupósti, eftir því um hvaða vöru eða þjónustu er að ræða.

Samningur getur verið munnlegur en þó er oftast þörf á að staðfesta hann skriflega, ef um stærri viðskipti er að ræða.

Í stöku tilvikum geta samningar við Origo haft að geyma aðra skilmála en hér að neðan. Slíkir skilmálar koma þá annað hvort í stað neðangreindra skilmála eða teljast viðauki þeirra og verða slíkir skilmálar kynntir, þegar við á.

Nýjar útgáfur

Origo áskilur sér rétt til að breyta bæði Almennum skilmálum og sérskilmálum með dagsettri endurútgáfu þeirra. Allir samningar, sem gengið verður frá eftir þá dagsetningu, falla undir hina nýju skilmála.

Gildistaka

Almennir skilmálar Origo taka gildi 13. september 2018.

Eldri skilmálar

Tækjatrygging Origo