Mannauður < Origo

Mannauður

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Markmið okkar í mannauðsmálum er að verða eftirsóttasti vinnustaðurinn og laða þannig að fyrirtækinu hæfasta starfsfólkið til frambúðar. Til að ná því markmiði höfum við sett okkur metnaðarfulla mannauðsstefnu sem byggir á gildunum okkar þremur, samsterk, þjónustuframsýn og fagdjörf.

Störf í boði

Magnaðar staðreyndir um okkur

Þekking og frumkvæði

Hjá Origo starfar fjölbreyttur hópur af flottu og vel menntuðu fólki, sem sýnir frumkvæði í starfi, veitir góða þjónustu og tekur virkan þátt í framþróun samstæðunnar í síbreytilegu umhverfi.

Hreyfing og vistvænar samgöngur

Mikil vakning hefur átt sér stað hjá starfsmönnum Origo þegar kemur að vistvænum samgöngum. Um fjórðungur starfsmanna Origo eru með virka samgöngusamninga. Starfsmenn hafa tekið því fagnandi að Origo sé með virka samgöngustefnu og að starfsfólki bjóðist samgöngustyrkir á grundvelli fjölbreyttra vistvænna samgangna.

Endalaust klúbbastarf

Hjá Origo starfar skemmtilegur hópur fólks sem tekur virkan þátt í því öfluga framboði af viðburðum sem boðið er upp á. Bæði eru starfsmannafélögin og klúbbarnir mjög virkir auk þess sem fyrirtækið stendur reglulega fyrir viðburðum.

Meðal starfsmannaviðburða má nefna árshátíð, vorferðir, golfmót, fjölskyldudag, haustfagnað og jólahlaðborð. 

Grænu skrefin

Origo er eitt af þeim fyrirtækjum á Íslandi sem hefur undirritað yfirlýsingu um loftlagsmál og þannig skuldbundið sig til að vinna að aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Origo er auk þess með virka stefnu um samfélagslega ábyrgð og umhverfisstefnu, þar sem græn markmið fyrirtækisins eru nánar útfærð.

Mannauðstefna Origo

Fyrsta flokks vinnuumhverfi

Við bjóðum starfsfólki upp á frábært vinnuumhverfi sem virkjar skapandi kraft og ýtir undir nýsköpun.

Fyrirmyndar vinnuaðstaða

Við bjóðum upp á fyrsta flokks vinnuaðstöðu og tækjakostur er eins og best verður á kosið.

Vinnum saman sem ein heild

Við stuðlum að samvinnu og nýtum sérþekkingu hvers annars til að þróa snjallar lausnir fyrir viðskiptavini.

Sérstaða með þekkingu starfsfólks

Við leggjum áherslu á þekkingaröflun og þekkingarmiðlun starfsfólks og ýtum þannig undir þróun í starfi.

Þjónusta er okkur hjartans mál

Við erum metnaðarfull og leggjum okkur fram við að skapa ný viðmið í þjónustu með það að markmiði að fara fram úr væntingum viðskiptavina.

Heilsa og vellíðan

Við höfum vellíðan starfsfólks ávallt í fyrirrúmi og styrkjum alhliða heilsueflingu.

Við stuðlum að jafnrétti

Við gætum jafnréttis og líðum ekki einelti, áreitni né fordóma.

Öryggi í fyrirrúmi

Við höfum ávallt öryggi að leiðarljósi og góð öryggisvitund er í hávegum höfð.

Öflug fyrirtækjamenning

Verklag okkar og menning endurspeglast í gildunum okkar þremur: Samsterk – Þjónustuframsýn - Fagdjörf.